Rann­saka hvaða á­hrif kórónu­veirufaraldurinn hefur á líðan þjóðarinnar

á­hrif kórónu­veirufaraldurinn

Rann­saka hvaða á­hrif kórónu­veirufaraldurinn hefur á líðan þjóðarinnar

Ætlunin er meðal annars að skoða hvaða á­hrif kórónu­veirufaraldurinn hefur á ein­­kenni streitu, sál­ræna líðan og al­­mennan lífs­­stíl lands­manna. Öllum ein­stak­lingum eldri en 18 ára sem hafa raf­ræn skil­ríki er boðið að taka þátt í rann­sókninni.

Mark­miðið er að afla sem mestrar þekkingar á á­hrifum far­aldursins á líðan og lífs­gæði lands­manna. 

Vísinda­menn Há­skóla Ís­lands hafa í sam­starfi við Em­bætti land­læknis og sótt­varnar­læknis hrundið af stað vísinda­rann­sókninni Líðan þjóðar á tímum CO­VID-19.

Í til­kynningu sem Há­skóli Ís­lands sendi frá sér í morgun kemur fram að mark­miðið sé að afla sem mestrar þekkingar á á­hrifum far­aldursins á líðan og lífs­gæði lands­manna til þess m.a. að geta í fram­tíðinni brugðist enn betur við á­hrifum sam­fé­lags­legra á­falla á borð við heims­far­aldur.

Öllum ein­stak­lingum eldri en 18 ára sem hafa raf­ræn skil­ríki er boðið að taka þátt í rann­sókninni á vef­síðunni lidanico­vid.is.

Í til­kynningunni kemur fram að for­seta­hjónin Guðni Th. Jóhannes­son og Eliza Reid séu verndarar rann­sóknarinnar.

Skoða streitu og sálræna líðan

„Ó­hætt er að segja að CO­VID-19-far­aldurinn sé ein stærsta á­skorun sem þjóðir heims hafa staðið frammi fyrir en hún hefur senn gríðar­leg á­hrif á al­manna­heill og efna­hag. Ís­lendingar hafa ekki farið var­hluta af þessum sam­fé­lags­hremmingum og því telja vísinda­menn mikil­vægt að varpa sem bestu ljósi á á­hrif far­aldursins á ís­lensku þjóðina,“ segir í til­kynningunni.

Þá segir að ætlunin sé meðal annars að skoða hvaða á­hrif kórónu­veirufaldurinn hefur á ein­kenni streitu, sál­ræna líðan og al­mennan lífs­stíl lands­manna en jafn­framt að kanna hvort saga um sjúk­dóma og aðra á­hættu­þætti, hugsan­leg eða stað­fest CO­VID-19-smit tengist verri líðan og lífs­gæðum.

„Mikil­vægt er einnig að kort­leggja hvaða þættir hafa stutt við góða líðan og heilsu­far ein­stak­linga og fjöl­skyldna á þessum ó­vissu­tímum. Þá vonast vísinda­hópurinn til þess að varpa ljósi á það hvort sterk streitu­við­brögð á tímum CO­VID-19 hafi víð­tækari á­hrif á heilsu­far til lengri tíma. Öll þessi vit­neskja er mikil­væg yfir­völdum og getur nýst við skipu­lag heil­brigðis­þjónustu og al­manna­varna á tímum sam­fé­lags­legra á­falla á borð við heims­far­aldur CO­VID-19.“

Finna fyrir auknu álagi

Að rann­sókninni stendur reyndur hópur vísinda­manna undir for­ystu Unnar Önnu Valdi­mars­dóttur, prófessors við Lækna­deild Há­skóla Ís­lands. Rann­sóknin er hluti af al­þjóð­legu rann­sóknar­verk­efni á þessu sviði og er sem fyrr segir opin öllum ein­stak­lingum 18 ára og eldri sem hafa raf­ræn skil­ríki.

„Ís­lendingar eru al­mennt já­kvæðir fyrir þátt­töku í vísinda­rann­sóknum en lík­lega hefur þjóðin aldrei verið jafn með­vituð um mikil­vægi vísinda og akkúrat núna. Heims­far­aldur CO­VID-19 er sam­fé­lags­legt á­fall á heims­vísu en við Ís­lendingar höfum hér ein­stakt tæki­færi til að skilja betur hvaða þættir hjálpa og hvaða þættir eru í­þyngjandi í þessum ó­venju­legu að­stæðum,“ segir Unnur í til­kynningunni.

„Við finnum fyrir auknu á­lagi í sam­fé­laginu. Fjöldi erinda til Heilsu­gæslunnar hefur aukist, meðal annars vegna kvíða og ótta við smit, en einnig hefur orðið aukning á sím­tölum í hjálpar­síma Rauða krossins vegna ein­manna­leika. Þá er hætt við að á­fengis­neysla aukist og að sögn lög­reglu eru vís­bendingar um að heimilis­of­beldi sé einnig vaxandi. Þá er lík­legt að á­hrif far­aldursins á sam­fé­lagið geti orðið lang­vinn. Það er því mjög mikil­vægt að skoða hver þau eru og rann­saka þessa þætti á vandaðan hátt svo hægt sé að bregðast rétt við,“ er haft eftir Ölmu D. Möller land­lækni.

Rann­sóknin hefur þegar fengið sam­þykki Vísinda­siða­nefndar og Per­sónu­verndar og fjár­styrk frá ríki­stjórninni að upp­hæð 1,5 milljónir króna.

Hægt er að taka þátt í rann­sókninni á vef­síðunni lidanico­vid.is með því að svara stuttum spurninga­lista en á vefnum eru jafn­framt allar frekari upp­lýsingar um rann­sóknina.

Fréttin birtist á vef Fréttablaðsins föstudaginn 24.4.2020