vísindamenn Rann­saka líðan þjóðar­inn­ar

vísindamenn

vísindamenn Rann­saka líðan þjóðar­inn­ar

Vís­inda­menn Há­skóla Íslands hafa í sam­starfi við embætti land­lækn­is og sótt­varn­ar­lækn­is hrundið af stað vís­inda­rann­sókn­inni Líðan þjóðar á tím­um COVID-19.

Mark­miðið er að afla sem mestr­ar þekk­ing­ar á áhrif­um far­ald­urs­ins á líðan og lífs­gæði lands­manna til þess m.a. að geta í framtíðinni brugðist enn bet­ur við áhrif­um sam­fé­lags­legra áfalla á borð við heims­far­ald­ur. Öllum ein­stak­ling­um eldri en 18 ára sem hafa ra­f­ræn skil­ríki er boðið að taka þátt í rann­sókn­inni á vefsíðunni li­danicovid.is.

For­seta­hjón­in Guðni Th. Jó­hann­es­son og El­iza Reid eru vernd­ar­ar rann­sókn­ar­inn­ar.

„Óhætt er að segja að COVID-19-far­ald­ur­inn sé ein stærsta áskor­un sem þjóðir heims hafa staðið frammi fyr­ir en hún hef­ur senn gríðarleg áhrif á al­manna­heill og efna­hag. Íslend­ing­ar hafa ekki farið var­hluta af þess­um sam­fé­lags­hremm­ing­um og því telja vís­inda­menn mik­il­vægt að varpa sem bestu ljósi á áhrif far­ald­urs­ins á ís­lensku þjóðina. Ætl­un­in er m.a. að skoða hvaða áhrif kór­ónu­veirufald­ur­inn hef­ur á ein­kenni streitu, sál­ræna líðan og al­menn­an lífs­stíl lands­manna en jafn­framt að kanna hvort saga um sjúk­dóma og aðra áhættuþætti, hugs­an­leg eða staðfest COVID-19-smit teng­ist verri líðan og lífs­gæðum. Mik­il­vægt er einnig að kort­leggja hvaða þætt­ir hafa stutt við góða líðan og heilsu­far ein­stak­linga og fjöl­skyldna á þess­um óvissu­tím­um. Þá von­ast vís­inda­hóp­ur­inn til þess að varpa ljósi á það hvort sterk streitu­viðbrögð á tím­um COVID-19 hafi víðtæk­ari áhrif á heilsu­far til lengri tíma. Öll þessi vitn­eskja er mik­il­væg yf­ir­völd­um og get­ur nýst við skipu­lag heil­brigðisþjón­ustu og al­manna­varna á tím­um sam­fé­lags­legra áfalla á borð við heims­far­ald­ur COVID-19. Að rann­sókn­inni stend­ur reynd­ur hóp­ur vís­inda­manna und­ir for­ystu Unn­ar Önnu Valdi­mars­dótt­ur, pró­fess­ors við lækna­deild Há­skóla Íslands. Rann­sókn­in er hluti af alþjóðlegu rann­sókn­ar­verk­efni á þessu sviði,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Íslendingar almennt jákvæðir fyrir þátttöku í vísindarannsóknum

„Íslend­ing­ar eru al­mennt já­kvæðir fyr­ir þátt­töku í vís­inda­rann­sókn­um en lík­lega hef­ur þjóðin aldrei verið jafn meðvituð um mik­il­vægi vís­inda og akkúrat núna. Heims­far­ald­ur COVID-19 er sam­fé­lags­legt áfall á heimsvísu en við Íslend­ing­ar höf­um hér ein­stakt tæki­færi til að skilja bet­ur hvaða þætt­ir hjálpa og hvaða þætt­ir eru íþyngj­andi í þess­um óvenju­legu aðstæðum,“ seg­ir Unn­ur í frétta­til­kynn­ingu.

„Við finn­um fyr­ir auknu álagi í sam­fé­lag­inu. Fjöldi er­inda til Heilsu­gæsl­unn­ar hef­ur auk­ist, meðal ann­ars vegna kvíða og ótta við smit, en einnig hef­ur orðið aukn­ing á sím­töl­um í hjálp­arsíma Rauða kross­ins vegna ein­manna­leika. Þá er hætt við að áfeng­isneysla auk­ist og að sögn lög­reglu eru vís­bend­ing­ar um að heim­il­isof­beldi sé einnig vax­andi. Þá er lík­legt að áhrif far­ald­urs­ins á sam­fé­lagið geti orðið lang­vinn. Það er því mjög mik­il­vægt að skoða hver þau eru og rann­saka þessa þætti á vandaðan hátt svo hægt sé að bregðast rétt við,“ seg­ir Alma D. Möller land­lækn­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Rann­sókn­in hef­ur þegar fengið samþykki Vís­indasiðanefnd­ar og Per­sónu­vernd­ar og fjár­styrk frá rík­i­s­tjórn­inni að upp­hæð 1,5 millj­ón­ir króna.

Fréttin birtist á fréttavefnum mbl.is þann 24.4.2020