RANNSÓKNARTEYMIÐ

Unnur Anna Valdimarsdóttir – rannsóknarhópur

Unnur er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands en rannsóknir hennar snúa aðallega að áhrifum áfalla og þungbærrar lífsreynslu á heilsufar og sjúkdómsáhættu.

Unnur Anna Valdimarsdóttir

Prófessor
Arna Hauksdóttir – rannsóknarhópur

Arna er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Örnu hafa einkum beinst að áhrifum áfalla, t.d. ástvinamissis og náttúruhamfara, á andlega og líkamlega heilsu.

Arna Hauksdóttir

Prófessor
edda (1)

Edda er lektor við Læknadeild Háskóla Íslands og klínískur sálfræðingur hjá Landspítalanum. Hún er meðrannsakandi í Áfallasögu kvenna. Helstu rannsóknir hennar snúa að áhrifum áfalla á heilsufar, sér í lagi áfallastreitu og svefnvandamál.

Edda Björk Þórðardóttir

Lektor og sálfræðingur
gunnar

Gunnar er lektor við Læknadeild HÍ. Hann stundar m.a. rannsóknir á heilsutengdum lífsgæðum og hvernig meta skuli meðferðarsvörun hjá fólki með æðabólgusjúkdóma. Gunnar er meðrannsakandi og gagnagrunnsstjóri rannsóknarinnar.

Gunnar Tómasson

Læknir og faraldsfræðingur
Miðstöð í lýðheilsuvísindum

Harpa Lind er sálfræðingur með doktorsgráðu í klínískri sálfræði og nýdoktor við Miðstöð í Lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.

Harpa Lind Jónsdóttir

Nýdoktor
KRI_heilbr_harpa_170922_002_minni

Harpa er með meistaragráðu í læknisfræðilegri tölfræði. Hún er gagnagrunnsstjóri hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.

Harpa Rúnarsdóttir

Gagnagrunnsstjóri
alma

Alma er með sérfræðiviðurkenningu og doktorsgráðu í svæfinga- og gjörgæslulækningum, sérfræðiviðurkenningu í heilbrigðisstjórnun og meistarapróf í stjórnun heilbrigðisþjónustu.

Alma D. Möller

Landlæknir
þórólfur

Þórólfur er sóttvarnalæknir og stýrir starfsemi sóttvarna samkvæmt sóttvarnalögum innan embættis landlæknis. Þórólfur er barna- og smitsjúkdómalæknir og auk þess doktor í lýðheilsuvísindum frá HÍ.

Þórólfur Guðnason

Sóttvarnarlæknir
Thor

Thor er forstöðumaður Tölfræðiráðgjafar Heilbrigðisvísindasstofnunar HÍ. Rannsóknir Thors hafa m.a. beinst að notkun áhættureikna og hagnýtingu líftölfræði í heilbrigðisvísindum.

Thor Aspelund

Prófessor og forstöðumaður
johanna-3-e1551780989779

Jóhanna er rannsóknasérfærðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum. Rannsóknir hennar snúa að hagnýtingu tölfræði á sviði heilbrigðisvísinda og erfðafræði ásamt þróun tölfræðilegra aðferða fyrir erfðafræðirannsóknir.

Jóhanna Jakobsdóttir

Líftölfræðingur
berglind

Berglind er sérfræðingur í klínískri sálfræði og yfirsálfræðingu Landspítala og dósent í sálfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast einkum að eðli og afleiðingum áfalla, áfallahjálp og meðferð við áfallastreituröskun.

Berglind Guðmundsdóttir

Yfirsálfræðingur Landspítala
Anna Bára Unnarsdóttir – Miðstöð í Lýðheilsuvísindum

Anna Bára er verkefnisstjóri við Miðstöð í Lýðheilsuvísindum. Hún sér um kynningar- og markaðsmál ásamt utanumhald innan rannsóknarverkefnisins COVIDMENT.

Anna Bára Unnarsdóttir

Verkefnisstjóri
Stefanía Sigurðardóttir

Stefanía er markaðsfræðingur og verkefnisstjóri við Miðstöð í Lýðheilsuvísindum HÍ, hún sér um gerð heimasíðu rannsóknarinnar og um kynningar- og markaðsmál.

Stefanía Sigurðardóttir

Verkefnisstjóri
KRI_heilbr_starfs_160428_38_minni

Dóra er verkefnisstjóri við Miðstöð í lýðheilsuvísindum. Hún sér um fjárhagslegan rekstur og aðra verkþætti rannsóknarinnar.

Dóra R. Ólafsdóttir

Verkefnisstjóri
kri_lydheilsa_190214_009-1024×683

Hrefna er lýðheilsufræðingur (MPH) og með BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og er samskiptastjóri við þátttakendur í Áfallasögu kvenna

Hrefna Harðardóttir

Lýðheilsufræðingur
kri_lydheilsa_190214_007-1024×677

Hildur er aðstoðarmaður í rannsóknum. Hún aðstoðar við tölfræðilegar greiningar, samskipti við þátttakendur og sinnir ýmsum öðrum verkefnum sem tengjast rannsókninni.

Hildur Ýr Hilmarsdóttir

Aðstoðarmaður í rannsóknum
Lýðheilsa – Landlæknisembættið

Dóra Guðrún er með doktorsgráðu í lýðheilsuvísindum og kandídatspróf í klínískri sálfræði og vinnusálfræði. Rannsóknir hennar beinast að hamingju, heilsu og vellíðan, áhrifum efnahagsþrenginga á hamingju og vellíðan og inngripum sem auka vellíðan.

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir

Sviðsstjóri lýðheilsu, Embætti landlæknis
jonoskar

Jón Óskar er félagsfræðingur. Verkefni hans snúa m.a. að rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga, lýðheilsuvísum og greiningu gagna um lifnaðarhætti, heilbrigðisþjónustu og dánarorsakir.

Jón Óskar Guðlaugsson

Verkefnisstjóri heilbrigðisupplýsingasviði, Embætti landlæknis
Lýðheilsa – Landlæknisembættið

Sigríður er með doktorsgráðu í lýðheilsuvísindum ásamt meistaragráðu í heilsulandfræði. Rannsóknir hennar beinast að ójöfnuði í heilsu, áhrifaþáttum heilsu og aðgengi að heilbrigðisþjónustu.

Sigríður Haraldsd Elínardóttir

Sviðsstjóri heilbrigðisupplýsinga, Embætti landlæknis
Lýðheilsa – Landlæknisembættið

Hildur Björk er félagsfræðingur. Verkefni hennar snúa m.a. að rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga, lýðheilsuvísum og greiningu gagna um lifnaðarhætti, heilbrigðisþjónustu og dánarorsakir.

Hildur Björk Sigbjörnsdóttir

Verkefnisstjóri heilbrigðisupplýsingasviði, Embætti landlæknis
Blóðskimun til bjargar

Þorvarður Jón er dósent við læknadeild Háskóla Íslands.

Þorvarður Jón Löve

Læknir og Dósent
Blóðskimun til bjargar

Sigurður Yngvi er sérfræðingur í blóðsjúkdómum og stundar aðallega rannsóknir á mergæxli og tengdum sjúkdómum. Hann er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.

Sigurður Yngvi Kristinsson

Læknir og prófessor