TAKA ÞÁTT!

Hér hefst þátttaka þín í rannsókninni Líðan þjóðar á tímum COVID-19.

 

Líðan þjóðar á tímum COVID-19 er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands, Embættis landlæknis og sóttvarnalæknis sem miðar að því að auka þekkingu á áhrifum faraldursins á líðan og lífsstíl landsmanna. Rannsóknin er hluti af alþjóðlegu rannsóknarverkefni á þessu sviði og er opin öllum einstaklingum 18 ára og eldri sem hafa rafræn skilríki eða íslykil.

 

Ef þú hefur ekki gert það nú þegar þá mælum við með að þú kynnir þér allar upplýsingar um rannsóknina hér.

 

 

Til að tryggja skilyrðislausa persónuvernd þátttakenda er ekki hægt að skrá sig í rannsóknina án þess að nota Íslykil eða rafræn skilríki. Þannig er tryggt að ómögulegt sé að greina eða rekja svör. Rannsakendur hafa ekki aðgang að persónugreinanlegum svörum. Upplýsingar sem safnast í rannsókninni verða einungis notaðar til þess að skapa þekkingu á þessu mikilvæga sviði.

 

Ef þú hefur hvorki Íslykil né rafræn skilríki má finna einfaldar leiðbeiningar hér að neðan um hvernig þú útvegar þér þau.

 

íslykilllagfært
rafræn skilríki stærri