Líðan í Covid-19 er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands, Embættis landlæknis og sóttvarnarlæknis sem miðar að því að auka þekkingu á áhrifum faraldursins á líðan og lífsstíl landsmanna. Rannsóknin er hluti af alþjóðlegu rannsóknarverkefni á þessu sviði og er opin öllum einstaklingum 18 ára og eldri sem hafa rafræn skilríki.