„Þessi faraldur er fordæmalaus að því leitinu til hvað hann er útbreiddur og hvaða afleiðingar hann hefur. Viðbrögðin við þessum faraldri eru slík að allt samfélagið fer meira og minna á hliðina og afleiðingarnar af því eru mjög margar; andlegar afleiðingar, sálarlegar afleiðingar, afleiðingar sem tengjast tilfinningalífinu og samskiptum og öðru slíku. Það er því mjög mikilvægt að kanna ekki bara faraldurinn sjálfan sem smitsjúkdóm heldur líka allar afleiðingar af honum. Við þurfum að hafa rannsóknir til að styðjast við hvað virkar og hvað ekki, þannig að vísindaleg nálgun er algjörlega lykillinn að því að ná viðunandi árangri á svona tímum."
ÞÓRÓLFUR GUÐNASON, SÓTTVARNARLÆKNIR