TAKA ÞÁTT!

 

Velkomin til þátttöku í rannsókninni Líðan þjóðar á tímum COVID-19

 

Alls hafa um 24.000 manns tekið þátt og svarað fyrsta spurningalista rannsóknarinnar. Í kjölfar faraldursins er mikilvægt að skilja langtímaáhrif hans á heilsufar Íslendinga, þ.e. hvernig þyngd faraldursins, ýmsar sóttvarnarráðstafanir, sýkingar af völdum nýrra afbrigða veirunnar, bólusetningar, efnahagsþrengingar og nýjar áskoranir á heimsvísu (þar með talið stríðið í Úkraínu) spila þar inn. Því teljum við mikilvægt að halda rannsókninni áfram og bjóðum nú öllum þátttakendum að svara nýjum spurningalista.

 

Þessi eftirfylgdarrannsókn nær aðeins til þeirra sem hafa skráð sig áður í rannsóknina.

 

Allar upplýsingar um eftirfylgdarrannsóknina má finna hér.

 

Til að tryggja skilyrðislausa persónuvernd þátttakenda er ekki hægt að skrá sig í rannsóknina án þess að nota Íslykil eða rafræn skilríki.

Þannig er tryggt að ómögulegt sé að greina eða rekja svör. Rannsakendur hafa ekki aðgang að persónugreinanlegum svörum. Upplýsingar sem safnast í rannsókninni verða einungis notaðar til þess að skapa þekkingu á þessu mikilvæga sviði.

 

Ef þú hefur hvorki Íslykil né rafræn skilríki má finna einfaldar leiðbeiningar hér neðst á síðunni um hvernig þú útvegar þér þau.

 

Einnig þarftu að hafa aðgang að tölvu eða snjallsíma til að geta svarað spurningalista rannsóknarinnar.

 

Áður en þú skráir þig í rannsóknina þá mælum við með því að þú skoðir upplýsingar um rannsóknina sem finna má hér.

 

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt þá getur þú skráð þig hér, þar sem þú gefur upp Íslykil eða rafræn skilríki.

 

Þegar þú ert búin að skrá þig inn kemur texti sem við óskum eftir að þú lesir vandlega og neðst ertu beðin um að haka við upplýst samþykki. Þar biðjum við líka um netfangið þitt og farsímanúmer. Að því loknu getur þú svarað spurningalista rannsóknarinnar.

 

Hægt er að taka sér hvíld frá því að svara spurningunum með því að loka könnuninni. Til að halda áfram þar sem frá var horfið þá einfaldlega smellir þú á krækjuna sem þú fékkst senda með tölvupósti og símaskilaboðum (ef þú óskaðir eftir því).

 

Athugaðu að það er mikilvægt að fá svör við öllum spurningunum. Ef þú vilt ekki eða getur ekki svarað einstaka spurningum þá er hægt að haka við “Get / Vil ekki svara”.

íslykilllagfært
rafræn skilríki stærri