Öll meðferð og vinnsla persónuupplýsinga vegna lidanicovid.is er í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Vefsíðan lidanicovid.is safnar ekki sjálfkrafa neinum persónugreinanlegum gögnum um notendur. Umferð um vefsíðuna er mæld með Google Analytics, sem nýtir vefkökur (cookies) en það eru eingöngu tölulegar upplýsingar sem eru ekki persónugreinanlegar.
Eru upplýsingarnar um mig öruggar?
Upplýsingarnar sem þú veitir gegnum spurningalistann eru varðveittar á dulkóðuðu formi í gagnaverum hugbúnaðarfyrirtækisins MEDEI ApS og við Reiknistofnun Háskóla Íslands. Gagnaverin eru aðgangsstýrð þannig að enginn óviðkomandi kemst í þessar upplýsingar heldur einungis ábyrgðarmaður og gagnagrunnsstjórar rannsóknarinnar. Upplýsingarnar um þig verða einungis notaðar í ofangreinda vísindarannsókn en ekki í neinum öðrum tilgangi, nema í mögulegum undirrannsóknum sem verða þá gerðar með leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Vísindamenn sem vinna með gögnin fá upplýsingar á dulkóðuðu formi og geta því ekki rakið upplýsingarnar til þín. Við úrvinnslu gagnanna eru persónuupplýsingar (nafn, kt, símanúmer, tölvupóstfang o.s.frv) fjarlægðar úr gagnasettinu þannig að rannsakendur sem eru að vinna með gögnin geta séð svörin (sem eru á númeraformi) en ekki rakið þau til einstakra þátttakenda. Þessir ferlar og rannsóknin í heild sinni hefur verið samþykkt af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd.