Velkomin til þátttöku í rannsókninni Líðan þjóðar á tímum COVID-19
Alls hafa um 24.000 manns tekið þátt og svarað fyrsta spurningalista rannsóknarinnar. Í kjölfar faraldursins er mikilvægt að skilja langtímaáhrif hans á heilsufar Íslendinga, þ.e. hvernig þyngd faraldursins, ýmsar sóttvarnarráðstafanir, sýkingar af völdum nýrra afbrigða veirunnar, bólusetningar, efnahagsþrengingar og nýjar áskoranir á heimsvísu (þar með talið stríðið í Úkraínu) spila þar inn. Því teljum við mikilvægt að halda rannsókninni áfram og bjóðum nú öllum þátttakendum að svara nýjum spurningalista.
Þessi eftirfylgdarrannsókn nær aðeins til þeirra sem hafa skráð sig áður í rannsóknina.
Allar upplýsingar um eftirfylgdarrannsóknina má finna hér.