Auk­in hætta á þung­lyndi og áfall­a­streitu

Auk­in hætta á þung­lyndi og áfall­a­streitu

Fréttin birtist á mbl.is þann 14.12.2020

Þeir ein­stak­ling­ar sem veikt­ust al­var­lega af Covid-19 eru í auk­inni áhættu á ein­kenn­um þung­lynd­is og áfall­a­streitu í kjöl­far veik­ind­anna og svipaðar vís­bend­ing­ar eiga við um þau sem hafa verið í sótt­kví eða eiga ætt­ingja sem hafa greinst með Covid-19.

Þetta sýna frumniður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar Líðan þjóðar á tím­um Covid-19 sem vís­inda­menn Há­skóla Íslands, Land­spít­ala, embætt­is land­lækn­is og sótt­varna­lækn­is hrundu af stað á vor­dög­um. Rann­sókn­in held­ur nú áfram þar sem bæði fyrri þátt­tak­end­um og nýj­um er boðið að deila reynslu sinni af far­aldr­in­um. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

„Mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar er að afla víðtækr­ar þekk­ing­ar á áhrif­um far­ald­urs­ins á líðan og lífs­gæði lands­manna. Alls skráðu 23 þúsund manns sig til þátt­töku í rann­sókn­inni í vor og sum­ar, þar af um 400 ein­stak­ling­ar sem greinst hafa með Covid-19. Vís­inda­menn­irn­ir hafa síðan unnið að því að greina gögn­in og þá sér­stak­lega beint sjón­um sín­um að mögu­leg­um áhættu­hóp­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Fyrstu niður­stöður benda til þess að ein­stak­ling­ar sem bein­lín­is hafa kom­ist í snert­ingu við far­ald­ur­inn sýni merki um nei­kvæð áhrif á geðheilsu.

„Þær sýna að ein­stak­ling­ar sem hafa greinst með Covid-19 eru eft­ir veik­indi sín í auk­inni áhættu á að sýna ein­kenni þung­lynd­is og áfall­a­streitu, sér­stak­lega þau sem urðu veru­lega veik af sjúk­dómn­um. Þá eru vís­bend­ing­ar um nei­kvæð and­leg ein­kenni meðal ein­stak­linga sem hafa verið í sótt­kví eða eiga ætt­ingja sem hafa greinst með Covid-19,“ seg­ir Unn­ur Anna Valdi­mars­dótt­ir, pró­fess­or við lækna­deild Há­skóla Íslands, sem fer fyr­ir rann­sókn­ar­hópn­um.

Hún verður gest­ur á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra og embætti land­lækn­is klukk­an 11:00 í dag.

Alma D. Möller land­lækn­ir og Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir fara yfir stöðu mála varðandi fram­gang Covid-19-far­ald­urs­ins hér á landi ásamt Rögn­valdi Ólafs­syni aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóni á fund­in­um. 

Óhætt er að segja að Covid-19-far­ald­ur­inn sé ein stærsta áskor­un sem þjóðir heims hafa staðið frammi fyr­ir. Þeirri spurn­ingu hef­ur verið velt upp hvort far­ald­ur­inn og/​eða sótt­varnaaðgerðir hér­lend­is hafi mögu­lega haft slæm áhrif á geðheil­brigði þjóðar­inn­ar að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

„Unn­ur seg­ir að enn sem komið er séu ekki sterk­ar vís­bend­ing­ar um víðtæk slík áhrif hér­lend­is líkt og dæmi sýna er­lend­is þar sem far­ald­ur­inn hef­ur farið úr bönd­un­um. Við höf­um hingað til kom­ist hjá því að missa al­veg tök á far­aldr­in­um og nei­kvæð áhrif á geðheil­brigði virðast því fyrst og fremst koma fram í áhættu­hóp­um, til dæm­is meðal þeirra sem verið hafa út­sett fyr­ir smiti inn­an fjöl­skyld­unn­ar. Þá eru einnig merki um að ein­stak­ling­ar sem hafa orðið fyr­ir veru­legu tekjutapi í far­aldr­in­um séu í auk­inni hættu á van­líðan,“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ingu.

Fyrri og nýj­um þátt­tak­end­um boðið að vera með í rann­sókn­inni

Unn­ur bend­ir á að mik­il­vægt sé að fylgja þess­um fyrstu vís­bend­ing­um eft­ir, bæði mögu­leg­um lang­tíma­áhrif­um í of­an­greind­um áhættu­hóp­um en einnig að kanna víðtæk­ari áhrif af sam­fé­lags­leg­um og efna­hags­leg­um þreng­ing­um vegna far­ald­urs­ins á heilsu­far lands­manna.

Þjóðin hafi glímt við nýj­ar bylgj­ur far­ald­urs­ins nú í haust og því vilji aðstand­end­ur rann­sókn­ar­inn­ar bjóða fleir­um að taka þátt í henni og jafn­framt fylgj­ast með mögu­leg­um breyt­ing­um á heilsu­fari þeirra sem þegar eru þátt­tak­end­ur í rann­sókn­inni. „Við höf­um hér ein­stakt tæki­færi til að skilja bet­ur hvaða þætt­ir hjálpa og hverj­ir eru íþyngj­andi í þess­um erfiðu aðstæðum en slík þekk­ing er óneit­an­lega mik­il­væg fyr­ir okk­ur til framtíðar þegar við horf­umst í augu við ný sam­fé­lags­leg áföll á borð við heims­far­ald­ur Covid-19.“ Rann­sókn­ar­hóp­ur­inn fékk ný­verið í nor­rænu sam­starfi veg­leg­an rann­sókn­ar­styrk frá Nor­d­Forsk til að varpa frek­ara ljósi á áhrif far­ald­urs­ins á heilsu­far áhættu­hópa til lengri tíma.


Stöndum saman og tökum öll þátt á: www.lidanicovid.is

Vísindi eru almannavarnir! 

Embætti landlæknis

Háskóli Íslands