Heilbrigðisstarfsfólk ekki í aukinni áhættu á þunglyndi í fyrstu bylgjunni

Heilbrigðisstarfsfólk ekki í aukinni áhættu á þunglyndi í fyrstu bylgjunni

Fréttin birtist á kjarninn.is þann 14.12.2020

Fyrstu niðurstöður rannsóknar um líðan þjóðar í faraldri benda til þess að einstaklingar sem hafa veikst af COVID-19 eða eiga ættingja sem hafa greinst sýni merki um neikvæð áhrif á geðheilsu. Þetta á aftur á móti ekki við um heilbrigðisstarfsfólk.

„Góðu frétt­irnar eru þær að heil­brigð­is­starfs­fólk var ekki í auk­inni áhættu á þung­lyndi né öðrum sál­rænum ein­kennum í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins sam­an­borið við jafn­aldra í öðrum störf­um.“

Þetta sagði Unnur Anna Valdi­mars­dótt­ir, pró­fessor við Lækna­deild Háskóla Íslands, á blaða­manna­fundi almanna­varna í morgun en þar kynnti hún frum­nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar Líðan þjóðar á tímum COVID-19 sem vís­inda­menn Háskóla Íslands, Land­spít­ala, Emb­ættis land­læknis og sótt­varn­ar­læknis hrundu af stað á vor­dög­um.

Hún sagði að þessi nið­ur­staða ætti bæði við heil­brigð­is­starfs­fólk sem vann í fram­lín­unni og við aðra heil­brigð­is­þjón­ustu. Mark­mið rann­sókn­ar­innar er að afla víð­tækrar þekk­ingar á áhrifum far­ald­urs­ins á líðan og lífs­gæði lands­manna. Alls skráðu 23 þús­und manns sig til þátt­töku í rann­sókn­inni í vor og sum­ar, þar af um 400 ein­stak­lingar sem greinst hafa með COVID-19. Vís­inda­menn­irnir hafa síðan unnið að því að greina gögnin og þá sér­stak­lega beint sjónum sínum að mögu­legum áhættu­hóp­um.AUGLÝSING

Ein­stak­lingar sem hafa kom­ist í snert­ingu við far­ald­ur­inn sýna merki um nei­kvæð áhrif á geð­heilsu

Aftur á móti sýna nið­ur­stöður að þeir ein­stak­lingar sem veikt­ust alvar­lega af COVID-19 séu í auk­inni áhættu á ein­kennum þung­lyndis og áfallastreitu í kjöl­far veik­ind­anna og svip­aðar vís­bend­ingar eigi við um þau sem hafa verið í sótt­kví eða eiga ætt­ingja sem hafa greinst með COVID-19.

Fyrstu nið­ur­stöður benda enn fremur til þess að ein­stak­lingar sem bein­línis hafa kom­ist í snert­ingu við far­ald­ur­inn sýni merki um nei­kvæð áhrif á geð­heilsu.

„Þær sýna að ein­stak­lingar sem hafa greinst með COVID-19 eru eftir veik­indi sín í auk­inni áhættu á að sýna ein­kenni þung­lyndis og áfallastreitu, sér­stak­lega þau sem urðu veru­lega veik af sjúk­dómn­um. Þá eru vís­bend­ingar um nei­kvæð and­leg ein­kenni meðal ein­stak­linga sem hafa verið í sótt­kví eða eiga ætt­ingja sem hafa greinst með COVID-19,“ segir Unnur Anna en hún fer fyrir rann­sókn­ar­hópn­um.

Höfum hingað til kom­ist hjá því að missa alveg tök á far­aldr­inum

Unnur segir að enn sem komið er séu ekki sterkar vís­bend­ingar um víð­tæk slík áhrif hér­lendis líkt og dæmi sýna erlendis þar sem far­ald­ur­inn hefur farið úr bönd­un­um. „Við höfum hingað til kom­ist hjá því að missa alveg tök á far­aldr­inum og nei­kvæð áhrif á geð­heil­brigði virð­ast því fyrst og fremst koma fram í áhættu­hóp­um, til dæmis meðal þeirra sem verið hafa útsett fyrir smiti innan fjöl­skyld­unn­ar. Þá eru einnig merki um að ein­stak­lingar sem hafa orðið fyrir veru­legu tekju­tapi í far­aldr­inum séu í auk­inni hættu á van­líð­an.“

Unnur bendir á að mik­il­vægt sé að fylgja þessum fyrstu vís­bend­ingum eft­ir, bæði mögu­legum lang­tíma­á­hrifum í ofan­greindum áhættu­hópum en einnig að kanna víð­tæk­ari áhrif af sam­fé­lags­legum og efna­hags­legum þreng­ingum vegna far­ald­urs­ins á heilsu­far lands­manna.

Þjóðin hafi glímt við nýjar bylgjur far­ald­urs­ins nú í haust og því vilji aðstand­endur rann­sókn­ar­innar bjóða fleirum að taka þátt í henni og jafn­framt fylgj­ast með mögu­legum breyt­ingum á heilsu­fari þeirra sem þegar eru þátt­tak­endur í rann­sókn­inni. „Við höfum hér ein­stakt tæki­færi til að skilja betur hvaða þættir hjálpa og hverjir eru íþyngj­andi í þessum erf­iðu aðstæðum en slík þekk­ing er óneit­an­lega mik­il­væg fyrir okkur til fram­tíðar þegar við horf­umst í augu við ný sam­fé­lags­leg áföll á borð við heim­far­aldur COVID-19.“


Stöndum saman og tökum öll þátt á: www.lidanicovid.is

Vísindi eru almannavarnir! 

Embætti landlæknis

Háskóli Íslands