Íslensk rannsókn tengd covid-19 fær styrk

Íslensk rannsókn tengd covid-19 fær styrk

Fréttin birtist á mbl.is þann 21.10.2020

Líðan í Covid hefur hlotið styrk frá Nor­rænu rann­sókn­ar­stofn­un­in, Nor­d­Forsk, sem hef­ur styrkt fimm nor­ræn­ar rann­sókn­ir sem tengj­ast kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Líðan í Covid var eitt þeirra og er leitt af Unni Valdi­mars­dótt­ur, pró­fess­or í far­alds­fræði við Há­skóla Íslands.

Rann­sókn Unn­ar og sam­starfs­fólks nefn­ist Þróun geðheilsu í áhættu­hóp­um fimm landa í heims­far­aldri COVID-19. Í henni er ætl­un­in að bregðast við ákalli Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar og vís­inda­sam­fé­lags­ins um aukn­ar rann­sókn­ir á áhrif­um kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins á geðheilsu fólks.

Far­ald­ur­inn hef­ur nú þegar haft áhrif á lík­am­lega heilsu millj­óna manna um all­an heim og um leið sett efna­hag þjóða úr skorðum en mik­il­vægt er talið að kanna hvaða lang­tíma­áhrif hann kann að hafa á and­lega heilsu.

Rann­sókn­ar­hóp­ur und­ir for­ystu Unn­ar hlýt­ur 150 millj­óna króna styrk.

Í frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram að verk­efn­un­um sé enn frem­ur ætlað að auka þekk­ingu til að ráða niður­lög­um kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Rann­sak­end­ur frá Norður­lönd­un­um og Eistlandi taka þátt en alls hef­ur Nor­d­Forsk lagt til 53 millj­ón­ir norskra króna til verk­efn­is­ins, jafn­v­irði um 797 millj­óna ís­lenskra króna.


Stöndum saman og tökum öll þátt á: www.lidanicovid.is

Vísindi eru almannavarnir! 

Embætti landlæknis

Háskóli Íslands